Skilmálar
Fyrirtækið
Yamato ehf.
Kt. 621123-1570
Vsk nr. 150984
akker@akker.is
Verð og greiðslumátar
Öll verð eru tilgreind í íslenskum krónum og innihalda 24% virðisaukaskatt. Sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram (sjá kafla um Pöntunar- og afhendingarferli).
Við leggjum upp úr því að verð sem sýnd eru í vefversluninni séu rétt. Hinsvegar áskilum við okkur þann rétt að breyta verði á vörum án fyrivara.
Í vefverslun Akker er boðið uppá að greiða öllum helstu greiðslukortum þar sem greiðslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Teya Iceland hf.
Pöntunar- og afhendingarferli
Pöntun telst gild þegar greiðsla hefur verið staðfest. Afhendingartími og -máti eru tilgreindir við pöntun.
Þegar verslað er í vefverslun Akker er reynt eftir fremsta megni að afgreiða pantanir innan tveggja virkra daga frá því pöntun berst, og þá komið til flutningsaðila, Dropp. Um vörur sem dreift er af Dropp ehf. gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp ehf. um afhendingu vörunnar.
Verð fyrir sendingu á Droppstaði á höfuðborgarsvæðinu er kr. 790 með vsk. og á aðra staði kr. 990 með vsk. Sé valin heimsending er kostnaður kr. 1.350 á höfuðborgarsvæðinu og kr. 1.450 á suðvesturhorninu.
Akker áskilur sér rétt til að hætta við pantanir t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða ef varan er uppseld. Einnig er áskilinn réttur á að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Skilað og skipt
Viðskiptavinir hafa rétt til að skila vöru innan 14 daga frá móttöku, að því gefnu að vara sé í upprunalegu ástandi og kvittun sé framvísað sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er varan endurgreidd að fullu. Sendingarkostnaður við að skila vöru er greiddur af kaupanda. Vörum er skilað í gegnum Dropp, sjá hér. Ef meira en 14 dagar eru frá vörukaupum getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu. Endurgreiðsla er framkvæmd innan 14 daga eftir móttöku á skilavöru.
Persónuvernd
Öll meðhöndlun persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90, 2018.
Akker heitir trúnaði um allar upplýsingar sem berast fyrirtækinu frá viðskiptavinum er varðar heimsóknir og pantanir. Þær persónulegu upplýsingar sem berast eru notaðar til þess að tryggja afhendingu á vörum, hafa beint samband við viðskiptavini, og við móttöku greiðslna.
Þessar upplýsingar verða eingöngu aðgengilegar Akker og þeirri greiðsluþjónustu sem tekur við greiðslum fyrir hönd verslunarinnar, þeim verður ekki dreift til þriðja aðila. Viðskiptavinir hafa lagalegan rétt til þess að óska eftir að skoða þau gögn sem til eru og einnig að óska eftir breytingum á þeim gögnum.
Póstlisti
Ef viðskiptavinur skráir sig á póstlista Akker mun fyrirtækið vinna með upplýsingar um netfang viðskiptavinar og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem viðskiptavinur lætur fyrirtækinu í té. Sú vinnsla byggir á samþykki viðskiptavinar. Viðskiptavinur getur afskráð sig af póstlista hvenær sem er.
Bókhaldsgögn
Bókhaldsgögn okkar eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast við lög þess efnis.
Ábyrgð og takmörkun ábyrgðar
Akker ber ábyrgð á gæðum vörunnar samkvæmt íslenskum lögum. Seljandi ber ekki ábyrgð á tjóni sem verður vegna notkunar vörunnar.
Breytingar á skilmálum
Fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Breytingar taka gildi strax eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á vefsvæði Akker.
Lög og ágreiningsefni
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Kunni að koma upp ágreiningsefni vegna þessara skilmála, verður því vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Vafrakökur
Vefsíða Akker notar vafrakökur á vefsvæðinu til að tryggja sem bestu mögulegu upplifun af síðunni fyrir notendur. Vafrakökur eru notaðar í ýmsum tilgangi m.a. til að bæta virkni vefsvæða, til að halda utan um tölfræði um notkun vefsvæðis og til greiningar.
Öryggi upplýsinga
Akker notar Shopify vefverslunarkerfi fyrir vefverslun sína. Hér er hægt að lesa nánar um það hvernig Shopify notar upplýsingar á síðunni: https://www.shopify.com/legal. Shopify notast við SSL vottorð sem tryggir öryggi við notkun vefsíðu. Greiðslukortaviðskipti eru PCI DSS vottuð til að tryggja öryggi viðskipta með greiðslukort.